10:41
{mosimage}
Unglingalandsliðskonan Árnína Lena Rúnarsdóttir staðfesti í samtali við karfan.is að hún mun skipta úr Keflavík í Hauka. Árnína hefur verið í sigursælum árgangi hjá Keflavík og var í byrjunarliði U16 ára liðs Íslands á Norðurlandamótinu nú í vor.
Karfan.is heyrði í Árnínu og spurði hvernig stæði á að hún væri að skipta um lið.
„Mig langar bara að prófa nýtt, er búin að vera í Keflavík í 5-6 ár og svo er ég að fara í skóla í bænum.“
Hvernig lýst þér á Hauka?
„Bara mjög vel, góðar stelpur, góður félagsskapur og svo er líka frábær og skemmtilegur þjálfari .“
[email protected]
Mynd: Snorri Örn Arnaldsson