10:45:42
Quentin Richardson hefur verið skipt í þriðja skiptið frá lokum NBA-leiktíðarinnar, en hann var í gær sendur frá LA Clippers til Minnesota Timberwolves í skiptum fyrir Sebastian Telfair, Craig Smith og Mark Madsen.
Richardson var skipt frá Knicks til Grizzlies fyrir Darko Milicic, en þaðan fór hann til Clippers fyrir Zach Randoph.
Auðveldlega má lesa í þessi skipti að Minnesota eru að losa sig við leikstjórnandann Telfair til að rýma fyrir Ricky Rubio og Jonny Flynn, sem þeir völdu í nýliðavalinu um daginn.
Þá vantaði líka skotbakvörð eftir að hafa skipt Mike Miller og Randy Foye fyrir valréttinn að Rubio og fyllir Richardson það skarð.
ÞJ