spot_img
HomeFréttirEM U18: Strákarnir mæta Ungverjum og Dönum í milliriðli

EM U18: Strákarnir mæta Ungverjum og Dönum í milliriðli

8:31

{mosimage}

Nú er lokið riðlakeppni á Evrópumóti U18 ára drengja í Sarajevo. Íslensku strákarnir lentu í fjórða sæti í sínum riðli en hefja keppni í milliriðli á morgun.

Í milliriðli G verða með þeim Finnar, Ungverjar og Danir og koma Finnar og Ungverjar með tvö stig með sér úr riðlakeppninni en Íslendingar og Danir með eitt stig en í mótum á vegum FIBA er gefið eitt stig fyrir tap.

Ísland mætir Ungverjum á morgun klukkan 12 að íslenskum tíma og Dönum á fimmtudag klukkan 15 að íslenskum tíma.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -