spot_img
HomeFréttirKörfuboltanámskeið hjá Val

Körfuboltanámskeið hjá Val

14:46

{mosimage}

  Vikuna 10.-14. ágúst mun Valur vera með körfuboltanámskeið fyrir börn og unglinga í Vodafone höllinni. Námskeiðið verður frá kl. 9-12 fyrir börn fædd 1998-2003 og kostar 5.000 krónur. Frá 12:30-14:00 er námskeið fyrir börn fædd 1997 og fyrr og kostar það 2.500 krónur. Lögð verður sérstök áhersla á þjálfun í smærri hópum auk einstaklingsþjálfunar fyrir eldri  þátttakendur skólans.

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og unnið verður í undirstöðuatriðum. Reyndir og góðir leiðbeinendur sjá um skólann ásamt gestakennurum. Skólastjóri verður Lýður Vignisson yfirþjálfari körfunnar hjá Val. Tekið er við skráningum á netfanginu [email protected] og á skrifstofu félagsins.

Fréttatilkynning frá Val

Fréttir
- Auglýsing -