10:03
{mosimage}
(Mikið mun mæða á Helenu Sverrisdóttur næstu daga)
Nú um helgina hefst síðari hlutinn á Evrópukeppninni í B-deild þar sem Ísland teflir fram karla- og kvennaliðum sínum. Konurnar ríða á vaðið um helgina með útileik gegn Sviss þann 15. ágúst en karlarnir hefja leik í síðari hlutanum þann 19. ágúst með grannaslag gegn Dönum.
Eftir fyrri umferðina sem fram fór í fyrra er kvennaliðið í 5. sæti í A-riðli í B-deildinni með einn sigur og fjóra tapleiki. Sigurinn kom einmitt gegn Sviss í fyrstu umferðinni þar sem Ísland landaði 68-53 sigri að Ásvöllum í Hafnarfirði. Það er einnig á brattann að sækja hjá karlaliðinu sem er í 4. sæti í sínum riðli og hefur eins og kvennaliðið aðeins unnið einn leik og tapað þremur. Sigur karlaliðsins kom á heimavelli gegn Dönum og voru lokatölur 77-71 eftir spennandi leik.
Þann 29. ágúst verður sannkölluð körfuboltaveisla í Smáranum í Kópavogi þegar fram fer landsleikjatvíhöfði. Þá tekur kvennalið Íslands á móti Svartfjallalandi og karlaliðið mætir Austurríkismönnum.
KK
19. ágúst: Danmörk-Ísland
22. ágúst: Ísland-Holland
26. ágúst: Svartfjallaland-Ísland
29. ágúst: Ísland-Austurríki
KVK
15. ágúst: Sviss-Ísland
19. ágúst: Ísland-Holland
22. ágúst: Slóvenía-Ísland
26. ágúst: Ísland-Írland
29. ágúst: Ísland-Svartfjallaland