spot_img
HomeFréttirTilraun nr. 2 gegn Hollandi

Tilraun nr. 2 gegn Hollandi

08:00
{mosimage}

(Íslenska karlalandsliðið mætir því hollenska í Smáranum í dag)

Íslensku körfuboltalandsliðin verða í eldlínunni í dag þegar karlaliðið tekur á móti Hollendingum en kvennaliðið mætir Slóveníu ytra. Karlaleikurinn hefst kl. 16:00 í Smáranum í Kópavogi en kvennaleikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma í Slóveníu. Karlalandsliðið vann frækinn sigur á Dönum í síðasta leik en kvennaliðið mátti sætta sig við ósigur gegn Hollandi að Ásvöllum, vonandi verður annað uppi á teningnum hjá karlaliðnu í dag.

Karlaliðið er enn í næstneðsta sæti riðilsins í B-deild Evrópukeppninnar með 7 stig eftir 5 leiki. Báðir sigurleikir Íslands til þessa í keppninni hafa komið gegn Dönum en síðasta viðureign Íslands og Hollands í fyrri umferðinni fór 84-68 fyrir Hollendinga á þeirra heimavelli. Holland og Austurríki mættust í síðustu umferð þar sem sem Hollendingar höfðu nokkuð öruggan sigur, 83-60.

Staðan í riðlinum:

Svartfjallaland 10
Holland 10
Austurríki 9
Ísland 7
Danmörk 6

Í kvennaflokki eru það Ísland og Sviss sem deila með sér neðsta sætinu og hafa bæði lið 8 stig. Ísland mætir Slóveníu í dag en Slóvenar töpuðu stórt á heimavelli gegn Írum, 66-82 en Írar hafa komið verulega á óvart í þessum síðari hluta keppninnar.

Fjölmennum í Smárann og styðjum Ísland til sigurs!

Hægt verður að fylgjast með beinni tölfræðilýsingu frá báðum leikjunum á www.fibaeurope.com

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -