spot_img
HomeFréttirKörfuboltaskóli í Ásgarði um helgina

Körfuboltaskóli í Ásgarði um helgina

15:41
{mosimage}

Íþróttaskóli Stjörnunnar mun um helgina standa að körfuboltaskóla fyrir stráka og stelpur á aldrinum 6-11 ára. Skólinn er laugardaginn 29. ágúst og sunnudaginn 30. ágúst frá kl. 10:00-13:00 báða dagana. Ekkert þátttökugjald er í körfuboltaskólanum!

Kennarar í skólanum verða ekki af verri endanum en þar má telja Teit Örlygsson þjálfara Subwaybikarmeistara Stjörnunnar og Justin Shouse leikmann liðsins. Skólinn er í samvinnu við meistaraflokka Stjörnunnar í körfuknattleik og er fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Skráning fer fram með því að senda nafn og kennitölu á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -