spot_img
HomeFréttirBjörn Einarsson tekur við Hetti

Björn Einarsson tekur við Hetti

7:00

{mosimage}

Hattarmenn geta þakkað ÍG mönnum fyrir að Egilsstaðabúar munu leika í 1. deild karla næsta vetur en ÍG hafnaði sætinu sem þeir unnu sér. Nú hafa Hattarmenn gengið frá ráðningu á þjálfara fyrir veturinn og mun Björn Einarsson stýra þeim.

Björn er 29 ára gamall og lék í yngri flokkum með Keflavík en hefur svo komið víða við og undanfarin ár hefur hann þjálfað í Vestmannaeyjum og hafa yngri flokkar félagsins náð athyglisverðum árangri. En nú hefur Björn söðlað um og heldur austur á land.

Karfan.is heyrði í honum og spurði hvað kæmi til að hann væri að fara austur?
„Ég hætti hjá ÍBV í byrjun júní eftir fjögur frábær ár þar. Metnaður stjórnar hjá ÍBV var langt frá því að vera í samræmi við minn metnað þannig að ég flutti á heimaslóðir mínar í Keflavík í sumar. Var með þrjú tilboð í gangi og þetta var mest spennandi og hentaði mér best að mínu mati. Er vanur að taka að mér krefjandi verkefni og þetta er ekkert öðruvísi en þegar ég fór til Vestmannaeyja á sínum tíma.”

En hver verða markmið Hattarmanna í vetur?
„Markmið vetrarins er að sjálfsögðu að gera betur en gekk hjá liðinu í fyrra með að halda sér uppi í 1.deild án þess að fá hjálp frá ÍG og byggja upp öflugt yngri flokka starf. Yngri flokkarnir eru framtíðin en það virðist stundum gleymast hjá sumum klúbbum á Íslandi!”

Hvað með leikmannamál?
„Leikmannamál eru í vinnslu og meira hef ég ekki um það mál að segja að svo stöddu.”

[email protected]

Mynd: Eyjafréttir

Fréttir
- Auglýsing -