15:21
{mosimage}
Þann 16. maí síðastliðinn voru 50 ár liðin frá því að Ísland spilaði sinn fyrsta landsleik en þá fór íslenskt lið til Danmerkur að etja kappi við Dani. Í tilefni af þessu var öllum leikmönnum þessa fyrsta landsliðs Íslands ásamt fylgdarliði boðið í hádegisverð á undan landsleikjunum sem fóru fram í Smáranum síðastliðinn laugardag. Voru þeir heiðursgestir á leikjunum en einnig var þeim Einari Ólafssyni og Einari Bollasyni boðið en þeir eru heiðurskrosshafar KKÍ og Kolbeini Pálssyni en hann er eini körfuknattleiksmaðurinn sem hefur verið kjörin íþróttamaður ársins en það var árið 1966. Þetta kemur fram á www.kki.is
Miklir fagnaðarfundir voru í Smáranum enda höfðu margir þessara frumkvöðla í íslenskum körfubolta ekki hist í langan tíma.
Í hálfleik á leik Íslands og Austurríkis var hópurinn kallaður fram á gólf og heiðraður fyrir sinn hlut í sögu íþróttarinnar. Fengu þeir allir að gjöf hópmynd sem var tekin af hópnum áður en þeir héldu til Danmerkur árið 1959.
Sjá nánar á heimasíðu KKÍ: http://kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=5736
Mynd: [email protected]