18:14
{mosimage}
(Marquis Daniels í leik með Pacers)
Boston Celtics hafa bætt við sig leikmanni en sá kemur frá Indiana Pacers og heitir Marquis Daniels. Kappinn átti á síðustu leiktíð sitt besta tímabil í NBA deildinni með 13,6 stig og 4,6 fráköst að meðaltali í leik en næsta leiktíð verður sú sjöunda í röðinni hjá Daniels í NBA deildinni.
Daniels kemur með lausan samning til Boston frá Indiana en hann var í þrjú ár á mála hjá Dallas Mavericks áður en hann hélt til Indiana. Daniels bætist þar með í veglega bakvarðaflóru Celtics ásamt þeim Rajon Rondo, Ray Allen og Eddie House.