spot_img
HomeFréttirSnæfell vann Reykjanes Cup Invitational

Snæfell vann Reykjanes Cup Invitational

Reykjaneses Cup Invitational mótinu lauk í gærkvöldi þar sem Snæfellingar höfðu sigur úr býtum. Snæfell og Njarðvík mættust í úrslitaleik mótsins þar sem Snæfell hafði betur 81-99. Jón Ólafur Jónsson leikmaður Snæfells var valinn besti leikmaður mótsins.

Í gær áttust fyrst við Breiðablik og Stjarnan þar sem Subwaybikarmeistararnir úr Garðabæ höfðu betur 74-103. Í öðrum leiknum mættust heimamenn í Keflavík og Grindavík þar sem gulir höfðu öruggan sigur, 63-87. Í úrslitaleiknum mættust eins og fyrr segir Njarðvík og Snæfell þar sem Hólmarar höfðu betur 81-99.
Fréttir
- Auglýsing -