spot_img
HomeFréttir4 bætt í Frægðarhöllina

4 bætt í Frægðarhöllina

Nk. föstudag mun Frægðarhöll Körfuknattleiks innleiða nýja félaga. Í þetta skiptið verður líklega það nafn lyfti körfuknattleik uppá annað plan mættur og innleiddur í félag þeirra bestu sem leikið hafa eða komið að íþróttinni. Michael Jordan !Nk. föstudag mun Frægðarhöll Körfuknattleiks innleiða nýja félaga. Í þetta skiptið verður líklega það nafn lyfti körfuknattleik uppá annað plan mættur og innleiddur í félag þeirra bestu sem leikið hafa eða komið að íþróttinni. Michael Jordan !

 

Það var svo sem aldrei spurning um hvort heldur hvenær kappinn myndi fá inngöngu í klúbb þennan. Jordan átti líklega farsælasta feril nokkurs leikmanns og ofaná það að kappinn hafi verið hlaðinn öllum þeim hæfileikum sem þurfti til, var hann einnig jafn kænn á íþróttina og hann var hæfileikaríkur. Upp talning á einstaklingsverðlaunum kappans myndu líklega fylla þessa síðu nokkru sinnum. En 6 sinnum vann hann til NBA titilsins.

John Stockton er einnig í þeim hópi manna sem kemst í Frægðarhöllina í þetta skiptið en kappinn setti svo sannarlega svip sinn á íþróttina með óhemju dugnaði og festi sig í sessi sem líkast til einum snjallasta leikstjórnanda frá upphafi. „Hinn fulkomni leikstjórnandi „ var haft eftir Charles Barkely þegar hann var aðspurður um Stockton.
David Robinson er einnig í hópnum í þetta skiptið og þessi miðherji sem lék allan sinn feril með SA Spurs vel að því komin. Skilaði 2 titlum í hús til Spurs ásamt því að vinna til MVP verðlaunanna góðu. Robinson var valinn í háskólavalinu númer 1 árið 1987 en hóf ekki leik fyrr en 2 árum síðar, en hann þurfti að klára 2 ár af herskyldu sinni þar sem hann var í Sjóher bandaríkjanna.
Þjálfari Utah Jazz til síðustu 300 ára (eða svo mætti halda) mun svo einnig verða innleiddur. Jerry Sloan tók við liði Utah Jazz á síðustu öld og er enn við stjórnvölin þar. Kappinn er eini þjálfari í sögu NBA sem hefur unnið meira en 1000 leiki með sama liðinu. Þrátt fyrir að hann sé ekki búin að landa þeim stóra hefur hann á ferli sínum komið liði Utah Jazz tvisvar í úrslit og í 18 skipti í úrslitakeppnina.
 
Fréttir
- Auglýsing -