spot_img
HomeFréttirIverson loksins til Grizzlies

Iverson loksins til Grizzlies

 Eftir sumar sem einkenndist af óvissu og síðustu viku, sem einkenndist af nokkurri vissu, hefur Allen Iverson tilkynnt að hann hafi samið við Memphis Grizzlies um að leika með þeim næsta ár. Talið er líklegt að skrifað verði undir samingana formlega á morgun eða á föstudag.
Á Twitter-síðu sinni í dag segir Iverson. "Guð hefur valið Memphis sem staðinn þar sem ég mun halda ferli mínum áfram."
 
Án þess að draga úr þátttöku almættisins í þessum gjörningi er rétt að fram komi að Memphis voru eina liðið sem bauð Iverson samning í ár.
 
Eins og fram kom í úttekt á Körfunni.is fyrir skemmstu er þetta lokaspilið í vandræðalegri bið eins hæfileikaríkasta leikmanns sinnar kynslóðar.
 
Það er þó vonandi, hans vegna, að hann taki sig saman í andlitinu og sýni hvað í honum býr, því að þrátt fyrir að vera 34 ára getur hann enn boðið upp á margt ef hugurinn fylgir máli.
Fréttir
- Auglýsing -