spot_img
HomeFréttirTyrkir lögðu Spánverja

Tyrkir lögðu Spánverja

Keppni í milliriðlum á EM í Póllandi er nú í fullum gangi og í gær bar það helst til tíðinda að Tyrkir höfðu þriggja stiga sigur á Spánverjum, 63-60. Ersan Ilyasova var stigahæstur í liði Tyrkja með 15 stig og 5 fráköst en hjá Spánverjum voru þeir Pau Gasol og Rudy Fernandez báðir með 16 stig.

 
 
Þá mættust einnig í gær heimamenn í Póllandi og Serbía þar sem Serbar höfðu sigur, 72-77. Síðasti leikurinn í gær var viðureign Litháa og Slóvena þar sem Litháar fengu rassskell 58-81.
 
Þrír leikir eru einnig á dagskrá í dag en þegar er lokið viðureign Mekedóna og Þjóðverja þar sem Makedónar unnu góðan 86-75 sigur á þeim þýsku. Nú stendur yfir slagur Grikkja og Rússa og síðasti leikur dagsins er viðureign Króata og Frakka.
 
Mynd: FIBA Europe
Fréttir
- Auglýsing -