Sænska úrvalsdeildin hófst í kvöld með heilli umferð. Íslendinga liðin tvö byrjuðu vel og unnu bæði sigra. Sundsvall vann Gothia á heimavelli 73-66 og Solna vann Borås á útivelli 72-66.
Jakob Örn Sigurðarson var næststigahæstur Sundsvallmanna með 12 stig en liðið lenti í erfið leikum til að byrja með og var 11 stigum undir eftir fyrsta leikhluta. Stigahæstur Sundsvall var Johan Jeansson með 21 stig.
Í Borås voru Sigurður Ingimundarson og Helgi Már Magnússon í heimsókn með Solna Vikings og eins og fyrr segir unnu þeir 72-66. Helgi skoraði 6 stig fyrir Solna en stigahæstur þeirra var Leon Buchanan með 16 stig.
[email protected]Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það
Mynd: [email protected]