spot_img
HomeFréttirIngibjörg tekur sér frí

Ingibjörg tekur sér frí

Körfuboltaskórnir hjá Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur fá frí þessa leiktíðina en eftir síðasta tímabil fluttist Ingibjörg frá Íslandi og til Þýskalands þar sem hún býr með kærasta sínum Loga Geirssyni. Ingibjörg hafði hug á því að leika með Bielefeld Dolphins en námið hefur nú forgang.
,,Ég er að læra einkaþjálfarann og er í tveimur fögum í háskólanum. Ég verð einnig að fara til Íslands vegna skólans yfir tímabilið og það kom ekki til greina hjá félaginu. Þá stóð mér bara til boða að velja skólann eða körfuboltann,“ sagði Ingibjörg sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð og var þá með 12,5 stig að meðaltali í leik áður en deildinni var skipt upp í A og B hluta.
 
Ingibjörg verður því í pásu þessa leiktíðina á meðan hún leggur áherslu á einkaþjálfaranámið.
 
Fréttir
- Auglýsing -