Fram fór fyrsti leikurinn í Fjárhúsinu þessa leiktíð og voru gestir Snæfells að þessu sinni nýliðar Hamars frá Hveragerði. Dæmendur voru þeir sveigjanlegu Rögnvaldur Hreiðarsson og Jakob Árni Ísleifsson. Hamarsmenn byrjuðu með látum og héldu Snæfelli niðri en voru ekki að gera stóra hluti í sókninni sálfir og allt byrjaði í járnum og lítilli hittni. En eftir hálfleikinn komu Snæfellingar ferskari inná og settu sig í betri gír í sókninni og kláruðu leikinn 90-58.
Hjá Snæfelli var Hlynur með 21 stig og 17 fráköst, Sigurður með 18 stig og 7 frák. Pálmi 16 stig og 6 frák. Hjá Hamri var Andre Dabney með 18 stig, Marvin með 14 stig og Svavar með 12 stig. Ragnar tók 8 fráköst.
Hlynur setti tvö fyrstu stig leiksins af vítalínunni en Hamarsmenn ætluðu sér sterkann varnarleik og settu upp massíva svæðisvörn sem dugði ágætlega til að halda leik Snæfells niðri en Pálmi, Sigurður og Jón Ólafur settu allir niður sinn þristinn hver og héldu heimamönnum á floti. Staðan var 13-16 þegar 1:31 lifði á klukkunni en þá duttu Snæfellingar aðeins inn og áttu síðasta sprettinn og leiddu 18-16 eftir fyrsta hluta.
Snæfellingar áttu erfitt með að hnoðast yfir vörn Hamars og voru góð skot ekki að detta. Á meðan spilaði Snæfell ágætis vörn og náðu að halda gestunum aðeins aftan við sig. Heimamenn komust þegar á leið í 10 stiga forystu þegar staðan var 31-21 og héldu sér við hana út annann leikhluta. Ragnar Nathanelson var kominn með 3 villur rétt undir lok hlutans og svo fengu Hamarsmenn á sig 4 stig síðustu 1.2 sek þegar Hlynur setti niður tvö víti og Nonni Mæju stal boltanum í innkasti og setti tvö áður en klukkan gall. Snæfell leiddi í hálfleik 41-29.
Hjá Snæfelli var Hlynur með 13 stig og 11 frák, Sigurður 11 stig og Pálmi 8 stig. Hjá Hamri var Svavar með 10 stig, Marvin með 8 stig og Andre Dabney 6 stig. Ragnar hafði tekið 7 frák
Snæfell hafði fengið einhver góð orð frá Inga Þór í hálfleik og komu sem óðir væru fyrstu mínúturnar og voru komnir í 14-4 í hlutanum þegar Ágúst Björgvins tók leikhlé fyrir Hamar og staðan í leiknum 53-33. Snæfellingar héldu þessaari forystu og áttu Hmarsmenn fá svör í þessum hluta og var staðan 66-43 fyrir Snæfell eftir þriðja hlutann.
Hamar átti ágætis sprett í byrjun fjórða hluta og komust í 5-14 sprett líkt og Snæfell í þriðja fjórðung. En Adam var ekki lengi í paradís og skriðu heimamenn nær með góðri sveiflu áður en Hamar tók leikhlé. Snæfell setti þá byrjunarliðið sitt inná og staðan fór þá aftur í yfir 20 stiga forystu Snæfells eða 84-57 þegar um 3 min voru eftir. Ekki var mikið eftir á tanknum hjá Hamar og fór Ragnar út af með 5 villur og voru bæði lið að skipta mönnum út af og leyfa öllum að spila og spreyta sig. Snæfell sigraði leikinn auðveldlega 90-58.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Símon B Hjaltalín.
Myndir: Þorsteinn Eyþórsson