Íslendingaliðin í sænska boltanum halda áfram að standa sig. Í kvöld sigruðu bæði Sundsvall og Solna leiki sína og eru í toppbaráttunni þegar leiknar hafa verið 7 umferðir.
Jakob og félagar í Sundsvall voru í heimsókn í Örebro þar sem þeir lögðu heimamenn 88-79. Jakob skoraði 20 stig, hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum á 38 mínútum.
Solna tók á móti Gothia og sigraði 87-72. Helgi var í miklu stuði og skoraði 18 stig og tók 7 fráköst.
Mynd: www.kr.is