spot_img
HomeFréttirHáspenna í Grafarvogi

Háspenna í Grafarvogi

Leikjum kvöldsins í Iceland Express deild karla er nú öllum lokið. Stjarnan vann Keflavík á heimavelli 82-73, Snæfell lagði Blika í Smáranum 81-62 og í Grafarvogi var æsispennandi leikur Fjölnis og Grindavíkur þar sem Grindavík hafði sigurinn í lokin 90-85.
 
 
Hlynur Bæringsson var í miklum ham í Smáranum og tók 21 frákast, skoraði 18 stig og gaf 7 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson var þó stigahæstur Snæfellinga með 26 stig. John Davis var stigahæstur heimamanna með 20 stig en 323 áhorfendur voru í Smáranum.
 
Í Garðabæ var það þríeykið Justin, Jovan og Fannar sem sáu um stigaskorið, Justin Shouse skoraði 24 stig, Jovan Zdravevski 22 og Fannar Helgason 20 auk þess sem Fannar tók 18 fráköst. Gunnar Einarsson var stigahæstur Keflvíkinga með 18 stig en Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 17.
 
Í Grafarvogi var spennan magnþrungin, Fjölnismenn leiddu lengstum en Grindvíkingar komust yfir þegar 29 sekúndur voru eftir með þriggja stiga körfu frá Þorleifi Ólafssyni og Grindvíkingar lönduðu svo fimm stiga sigri. Amani bin Daanish var stigahæstur Grindvíkinga með 29 stig en Chris Smith skoraði 23 fyrir Fjölni.
 
 
Mynd: Eyþór Benediktsson
Fréttir
- Auglýsing -