Það var þétt setið íþróttahús Grindavíkur í kvöld þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn í Iceland Express-deild karla. Bæði lið voru voru búin að vinna fyrstu tvo leiki sína í deildinni og var fyrirfram búist við hörkuleik.
Mikill spenningur og stress einkenndi fyrsta leikhluta þó aðallega hjá Njarðvík þar sem ansi margar sendingar voru ekki að rata á samherja. Brenton opnaði leikinn með góðum þrist enn hann ásamt Þorleifi voru bestu menn leikhlutans hjá Grindavík.
Friðrik Erlendur Stefánsson var eini með lífsmarki hjá Njarðvík í þessum leikhluta á báðum endum vallarins. Brenton setti annan góðan þrist og kom Grindavík í 11-3. Njarðvík náði aðeins að saxa á forskotið í 18-14 en Arnar Freyr átti síðustu körfu leikhlutans þegar ein sekúnda var eftir og kom þeim í 20-14. Njarðvík voru nokkuð heppnir að vera ekki meira undir eftir mörg mistök í leikhlutanum.
Þegar annar hluti byrjaði var eins og nýtt Njarðvíkurlið hafi komið inná, spiluðu frábæra vörn og þröngvuðu Grindavík í mörg erfið skot. Magnús Gunnarsson setti af stað smá sýningu og setti niður nokkrar góðar körfur ásamt Jóhanni Árna sem kom Njarðvík yfir, eftir það skiptust liðin á því að skora og hafði Grindavík betur og leiddu í hálfleik 38-34.
Bestu menn Grindavíkur í hálfleiknum voru Brenton og Þorleifur og hjá Njarðvík voru það Friðrik, Magnús og Jóhann.
Þriðji leikhluti var eign Njarðvíkur en þeir spiluðu glimrandi vörn og spiluðu vel saman og settu leikmenn Grindavíkur oft í vandræði með góðum varnarleik. Í stöðunni 43-42 fyrir Grindavík kom frábær kafli og breyttu Njarðvíkurpiltar stöðunni í 43-58 með frábærum leik. Njarðvík vann þennan leikhluta 8-24 og var með fína stöðu fyrir seinast fjörðunginn.
Í upphafi fjórða leikhluta var Njarðvík með 14 stig í plús á Grindavík. Grindavík náði að saxa niður í 8 stig þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og pressuðu þeir stíft á Njarðvík allan völlinn. Njarðvík átti í miklum erfiðleikum með að koma boltanum upp völlinn, þegar rúm mínuta var eftir var staðan orðin 62-68 en Njarðvíkingar stóðust áhlaupið og voru sterkir á vítalínunni í lokinn og uppskáru verðskuldan sigur 67-74.
Besti maður vallarins án efa Friðrik Erlendur (18stig – 15 fráköst) sem tók Amani Bin í kennslustund og lét hann líta út eins og lítinn strák í minnibolta, en Amani Bin var slakasti leikmaður vallarins. Jóhann Árni og Magnús Gunnarsson áttu einnig glimrandi dag sem og Guðmundur Jónsson. Hjá Grindavík var Þorleifur sprækastur sem og Brenton og Ómar sem skiluðu sínu.