Það voru KR stúlkur sem fóru með sigur úr Keflavík í kvöld í fjórðu umferð Iceland Express deild kvenna. 46-62 var lokastaða kvöldsins og líkast til langt síðan kvennalið Keflavíkur hefur aðeins skorað 46 stig á sínum heimavelli.
KR stúlkur sýndu strax í fyrsta leikhluta mátt sinn og megin og voru komnar í stöðuna 13-19 þegar leikhlutanum lauk. Jón Halldór þjálfari Keflavíkur hefur haldið þrusu ræðu yfir sínum stúlkum fyrir annan leikhluta því þar lokaðist nánast vörn Keflavíkur og áttu gestirnir í mesta basli með sóknarleik sinn. Hinsvegar voru heimastúlkum mislagðar hendur í sókninni og náðu því aðeins að sigra leikhlutan með 2 stigum og voru 4 stig sem skildu liðinn í hálfleik 30-34.
Það var svo þriðji leikhluti sem gerði út um leikinn fyrir heimastúlkur. KR konur hreinlega völtuðu yfir heimaliðið og það tók þær heilar 7 mínútur að skora sín fyrstu stig seinni hálfleiksins og alls aðeins 5 stig í leikhlutanum gegn 17 stigum gestanna.
Síðasti leikhluti verður seint lofaður fyrir fríðindi sín. Bæði lið voru í miklu basli með sóknarleik sinn. Á meðan sókn Keflavíkur var illa skipulögð og skotval þeirra alls ekki gott voru KR stúlkur í auðveldum færum hinumegin á vellinum en hreinlega náðu ekki að setja boltann niður. Þær sigruðu þó að lokum og lönduðu nokkuð verskulduðum sigri 46-62.
KR stúlkur því ósigraðar eftir fjórar umferðir en Keflavík eru í fallsæti og hafa ekki ennþá sigrað leik. Birna Valgarðsdóttir lykil leikmaður Keflavíkur hefur verið að spila meidd síðustu leiki og lék t.a.m ekki seinni hálfleik í kvöld.
Viðtöl birtast á Karfan TV.