spot_img
HomeFréttirReynir og ÍG áfram

Reynir og ÍG áfram

Tveir leikir fóru fram í forkeppni Subwaybikars karla í kvöld. Í Sandgerði sigraði Reynir Leikni 79-73 og í Grindavík vann ÍG öruggan sigur á Fjölni b 72-48.
 
Í 32 liða úrslitum taka Reynismenn á móti sigurvegara úr leik ÍBV og Grindavíkur b en sá leikur fer fram nú um helgina. Sigur ÍG þýðir hins vegar að derby leik verður að ræða í Grindavík, ÍG tekur á móti Grindavík.
 
32 liða úrslitin fara fram í kringum helgina 7. og 8. nóvember.
 

 
Fréttir
- Auglýsing -