spot_img
HomeFréttirDenver og Chicago unnu í nótt

Denver og Chicago unnu í nótt

Chicago Bulls lagði hið sterka lið San Antonio Spurs, 92-85, en varla stóð steinn yfir steini hjá Spurs. Tim Duncan var sá eini sem lagði sitt af mörkum, með 28 stig og 16 fráköst, á meðan sex leikmenn Bulls skoruðu 10 stig eða meira. Þetta var fyrsti leikur Bulls sem virðast ætla að hefja tímabilið á jákvæðari nótum en í fyrra.
Denver Nuggets þurftu að fá magnaða frammistöðu Carmelo Anthony til að landa sigri gegn Portland Trailblazers, 94-97. Portland voru yfir þegar komið var í síðasta leikhlutann, en sterkur endasprettur Denver skilaði þeim öðrum sigri í tveimur leikjum. Greg Oden hefði getað komið Portland yfir með á tveimur vítaskotum á lokasekúndunum en klikkaði á báðum og Anthony kláraði leikinn með tveimur vítum í næstu sókn. Roy fékk færi á að jafna en lokaskot hans fyrir utan 3ja stiga línuna geigaði.
 
Anthony skoraði 41 stig fyrir Denver og Chauncey Billups gerði 22. Hjá Portland áttu Brandon Roy og Rudy Fernandez góða leiki. Roy gerði 30 stig og Fernandez 22.
 
 
ÞJ
Fréttir
- Auglýsing -