Stöð 2 hefur klippt saman stórglæsilegt myndband fyrir KKÍ þar sem sýndir eru valdar senur frá tímabilinu 2008-2009. S’ynt er bæði frá karla og kvenna boltanum og svo undir lok myndbandsins er sýnt úr úrslitaleik UMFG og KR í vor þar sem stemmningin var mögnuð. Glæsilegt framtak hjá Stöð 2 og KKÍ. Hægt er að sjá myndbandið á Karfan TV.