U-16 ára landslið stúlkna hóf leik í B-deild Evrópumótsins í Podgorica í Svartfjallalandi. Fyrsti leikur liðsins var gegn Bretlandi. Íslenska liðið var mun sterkara í fyrri hálfleik og leiddi með 12 stigum í hálfleik, 45-33.
Leikur liðsins hrundi hins vegar í seinni hálfleik, þar sem liðið skoraði einungis níu stig síðari tvo fjórðungana, gegn 32 stigum Breta. Niðurstaðan því 11 stiga tap, 65-54.
Elísabet Ólafsdóttir og Ísold Sævarsdóttir voru stigahæstar í íslenska liðinu með 13 stig hvor.
Næsti leikur liðsins er á laugardaginn kemur gegn Bosníu, og hefst hann klukkan 19 að íslenskum tíma.