spot_img
HomeFréttirJón Axel fyrir leikinn gegn Hollandi "Þurfum að koma brjálaðir til leiks"

Jón Axel fyrir leikinn gegn Hollandi “Þurfum að koma brjálaðir til leiks”

Komandi föstudag fyrsta júlí leikur Ísland lokaleik sinn í fyrri hluta undankeppni HM 2023 er liðið tekur á móti Hollandi í Ólafssal í Hafnarfirði.

Ísland hefur þegar tryggt sig áfram í næsta stig keppninnar, en leikurinn er þó mikilvægur fyrir liðið vegna þeirra stiga sem það mun taka með sér á næsta stig. Sem stendur er Ísland með tvo sigra og eitt tap í keppninni og myndi það auka líkurnar á miða á lokamótið stórlega ef liðið næði að leggja Holland í þessum seinni leik.

Hérna er 16 manna hópur Íslands fyrir leikinn

Allt um leikina, mótið og heimasíða keppninnar er að finna hér

Karfan leit við á æfingu hjá liðinu og ræddi við Jón Axel Guðmundsson leikmann liðsins um leikinn gegn Hollandi, möguleika liðsins að komast á lokamótið og hvort ekki væri erfitt fyrir liðið að vera án Martins Hermannssonar, sem er frá vegna meiðsla.

Fréttir
- Auglýsing -