spot_img
HomeFréttirKR ingar til Kína

KR ingar til Kína

Íslandsmeisturum KR hefur verið boðið að leika tvo sýningarleiki í Kína 19. og 20. desember. Leikirnir fara fram í Chengdu borg í Suð-Vestur Kína og eru skipulagðir af kínverska körfuknattleikssambandinu og íþróttaráði borgarinnar. Leikið verður gegn atvinnumannaliðinu Beijing Aoshen og er leikið til styrktar kínverska Rauða Krossinum.
 
 
 
Chengdu International Invitiational er röð leikja frá 28. nóvember til 18. apríl 2010 sem fyrrnefndir aðilar standa að. 18 lið koma til Kína, m.a. frá Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Tékklandi, Portúgal, Ungverjalandi og Bandaríkjunum. Hvert lið leikur tvo leiki gegn Beijing Aoshen sem er gríðarlega sterkt kínverskt atvinnumannalið. KR-ingum hefur verið boðið að koma helga 19. og 20 desember og hafa þekkst boðið. 16 manna hópur leikmanna, þjálfara og fararstjóra mun halda utan miðvikudaginn 16. desember og er heimkoma að kvöldi þriðjudagsins 22 desember.
 
Markmiðið með sýningarleikjunum er að kynna körfuknattleik fyrir kínverskum almenningi, en íþróttin er sú sem vex hvað örast í landinu. Auk þess er markmiðið að safna fyrir fórnarlömbun Sichuan jarðskjálftans sem varð í maí 2008. Um 80.000 manns létust í jarðskjálftunum og eiga margir enn um sárt að binda.
 
www.kr.is/karfa
 
Mynd: www.lakermania.com – Sun Yue leikmaður Lakers lék lengi með Beijing Aoshen
Fréttir
- Auglýsing -