spot_img
HomeFréttirLakers töpuðu fyrir Houston

Lakers töpuðu fyrir Houston

Meistarar LA Lakers máttu sætta sig við tap gegn Houston Rockets í nótt, en á meðan unnu Phoenix Suns góðan sigur á Toronto Raptors og tylltu sér þar með í toppsætið í vesturdeildinni. Þá unnu Dallas Mavericks útisigur á Detroit Pistons og LA Clippers unnu Oklahoma City Thunder.

 
Lakers voru mögulega of værukærir gegn liði Houston Rockets, sem er eins og flestir vita, án Yao Ming og Tracy McGrady. Þeir leyfðu Rockets að stinga af í þriðja leikhluta og gerðu einfaldlega ekki nóg til að koma sér aftur inn í leikinn. Þó munaði kannski mestu um að Kobe Bryant skoraði aðeins 18 stig, en það er annar leikurinn í röð sem hann skorar undir 20 stigum.

 
 
Þá var bekkurinn hjá Lakers ekki að lyfta undir þegar á þurfti að halda þar sem þeir skoruðu aðeins 18 stig gegn 48 stigum af bekk Houston.
 
Phoenix hafa sannarlega komið á óvart í ár og virðast ekkert ætla að gefa eftir. Leikurinn í nótt var afar spennandi og hefði getað farið á hvorv veginn sem var, en gamla brýnið Steve Nash skoraði úr gegnumbroti og fékk auk þess víti sem hann skoraði úr til að gulltryggja eins stig sigur.
 
Hér eru úrslit næturinnar:
 
Dallas 95
Detroit 90
 
LA Clippers 101
Oklahoma City 93
 
Toronto 100
Phoenix 101
 
Houston 101
LA Lakers 91
 
 
Mynd/Nike.com – Aaron Brooks átti stórleik fyrir Houston þar sem hann skoraði 33 stig.
Fréttir
- Auglýsing -