spot_img
HomeFréttirHaukastúlkum bætist liðsstyrkur

Haukastúlkum bætist liðsstyrkur

Haukastúlkum hefur borist liðsstyrkur en Helena Hólm hefur gengið til liðs við þær aftur eftir stutta dvöl í Danmörku. Hún mun leika sinn fyrsta leik þegar Haukastúlkur taka á móti Keflavík í kvöld.
 
Helena hóf að leika með meistaraflokki Hauka tímabilið 2006-07 en hélt svo til Danmerkur í sumar og hóf að leika með SISU.
 
En afhverju að koma heim aftur?
Ég er semsagt búin að vera í fjarnámi í Versló núna í vetur og er að koma heim að taka prófin í desember. En ákvað svo að flytja heim og taka lokaönnina mína í dagskóla og spila körfu með Haukum.
 
Afhverju Haukar?
Mér leist mjög vel að fá Henning sem þjálfara og var búin að vera í bandi við hann og tímabilið með Haukum í fyrra var auðvitað frábært. Þannig mig langaði eiginlega ekkert annað en að fara aftur í Haukana.
 
Hvernig líst þér svo á Haukana og baráttuna í vetur?
Mér líst mjög vel á liðið, Heather er auðvitað frábær leikmaður og gerir alla betri sem spila með henni. Og svo með tvær bestu stóru stelpurnar á Íslandi. Þannig ég held að við getum komið verulega á óvart í vetur og staðið okkur mjög vel.
 
 
Mynd: www.sisucph.dk
 
Fréttir
- Auglýsing -