spot_img
HomeFréttirBerglind með slitið krossband

Berglind með slitið krossband

Hin unga og efnilega Berglind Gunnarsdóttir leikmaður Snæfells fékk þær slæmu fréttir í gær að hún væri með slitið krossband og kemur því ekki til með að spila mikið með liði Snæfells á næstunni.
Þetta er vissulega mikil blóðtaka fyrir nú þegar ungt og óreynt lið Snæfells í úrvalsdeild kvenna. Berglind hefur verið þeirra framlagshæsti Íslendingur og staðið sig með prýði nú í byrjun móts. ,,Þetta eru vonbrigði að sjálfsögðu. Þetta kom í ljós eftir ómskoðun núna í vikunni en ég fékk þessar fréttir í gær. Mig langar nú ekki einu sinni að hugsa til þess hversu lengi ég verð frá ég er svo vonsvikin með þetta. En á næstu dögum munum við hitta sérfræðinga og í kjölfarið verið ákveðin dagsetning fyrir uppskurð á hnénu." sagði Berglind í samtali við Karfan.is nú í kvöld. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -