spot_img
HomeFréttirAnthony skoraði 50 í sigri Denver - Nets töpuðu 16 leiknum

Anthony skoraði 50 í sigri Denver – Nets töpuðu 16 leiknum

Carmelo Anthony skoraði 50 stig fyrir Denver Nuggets í naumum sigri á NY Knicks í nótt. Þessi magnaða frammistaða skyggði algerlega á 41 stig Al Harrington og þá staðreynd að Knicks voru í raun að leika óvenju vel, en þeir eru engu að síður með þriðja versta árangur liða í deildinni með aðeins 3 sigra. NJ Nets eru enn án sigurs en þeir töpuðu í nótt sínum 16 leik í röð og eru einu tapi frá því að jafna met sem enginn vill hafa á sínum bókum.
 
Á meðan töpuðu Cleveland Cavaliers á auðmýkjandi hátt fyrir kjallaraliði Charlotte Bobcats.
 
 
Úrslit næturinnar:

 

Cleveland 87
Charlotte 94
 
Washington 94
Miami 84
 
Atlanta 100
Philadelphia 86
 
Toronto 103
Boston 116
 
LA Clippers 104
Detroit 96
 
Dallas 113
Indiana 92
 
San Antonio 92
Houston 84
 
New York 125
Denver 128
 
Milwaukee 90
Oklahoma City 108
 
Phoenix 120
Minnesota 95
 
New Jersey 96
Sacramento 109
 
Memphis 106
Portland 96

Fréttir
- Auglýsing -