Leik Vals og Hamars í Iceland Express deild kvenna var enda við að ljúka þar sem gestirnir úr Blómabænum fóru með 55-68 sigur af hólmi gegn Val í Vodafonehöllinni.
Fyrr í dag lagði Grindavík granna sína úr Keflavík og komust þannig í 2. sæti deildarinnar en Hamarskonur fengu tvö stig til viðbótar í dag og deila því 2. sætinu með Grindvíkingum. Stigahæst í liði Hamars í dag var Koren Schram með 17 stig og 5 fráköst en atkvæðamest í liði Vals var Birna Eiríksdóttir með 23 stig og 4 fráköst.