LA Lakers unnu sinn sjötta sigur í röð í nótt þegar þeir rústuðu Golden State Warriors. Pau Gasol var bestur hjá Lakers með 22 stig og 12 fráköst, en Monta Ellis var með 18 stig fyrir Warriors.
Þá unnu Cleveland Cavaliers góðan sigur á Dallas Mavericks, Utah vann Portland, Orlando vann Milwaukee og Charlotte Bobcats unnu sinn fjórða leik í röð þegar þeir lögðu Washington Wizards.
Úrslit næturinnar:
Washington 78 Charlotte 90
Cleveland 111 Dallas 95
Utah 108 Portland 92
Milwaukee 98 Orlando 100
Golden State 97 LA Lakers 130