spot_img
HomeFréttirHelgi með 3 stig í sigri Solna

Helgi með 3 stig í sigri Solna

 
Helgi Már Magnússon gerði 3 stig í sigri Solna gegn Gothia í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og fyrir vikið eru Solna Vikings enn á toppi deildarinnar og nú með 30 stig.
Ekki langt undan Solna eru Norrköping með 28 stig og eiga leik til góða og með sigri jafna þeir Solna að stigum. Jakob Örn og félagar í Sundsvall eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar en mæta Plannja sem hefur jafn mörg stig og Sundsvall í 3.-4 sæti deildarinnar en Planja á leik til góða.
 
Fréttir
- Auglýsing -