Grindvíkingurinn Ingibjörg Jakobsdóttir lék ekki með gulum gegn toppliði KR í kvöld en Jóhann Ólafsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, staðfesti í samtali við Karfan.is að Ingibjörg væri með slitin krossbönd og bjóst ekki við að hún myndi leika meira með Grindavík þetta tímabilið.
Ingibjörg meiddist í síðasta deildarleik Grindavíkur en þá var hún með 5 stig, 2,4 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Ljósmynd/Tomasz Kolodziejski: Ingibjörg liggur í Röstinni, þjáð enda með slitin krossbönd.