spot_img
HomeFréttirÖruggt hjá Hamri

Öruggt hjá Hamri

 
 
Hamarsstúlkur áttu harma að hefna á móti Njarðvíkingum sem mættu til Hveragerðis í gærkvöldi. Fyrri leikur tímabilsins tapaðist og þau úrslit komu nokkuð á óvart. Annað var uppi á teningnum í gær.
Jafnt var á með liðunum í byrjun og Hamarsstúlkur hirtu flestöll sóknarfráköstin sem duttu í byrjun á meðan að Njarðvík sá hinsvegar um varnafráköstin. Staðan eftir 1. Leikhluta var 22-14 fyrir Hvergerðingum og þriggja stiga nýtingin hjá Hamri 3/12 á móti 0/1 hjá Njarðvík. Heiða Valdimarsdóttir, í liði Njarðvíkur, var komin með 3 villur þegar 1. Leikhluta lauk.
 
Hamarsstúlkur héldu vel á spöðunum í 2. Leikhluta og ógnuðu gestirnir forystu þeirra aldrei. Þegar um 3 mínútur voru eftir var staðan 40-26 og voru það svo 13 stig sem skyldu á milli liðana þegar þau gengu til búningsherbergja, 44-31.
 
Hamar hélt nokkuð örugglega forystunni í 3. Leikhluta en á tímabili náðu Njarðvíkurstúlkur að saxa niður forskot heimastúlknanna niður í 7 stig og leit allt út fyrir spennu í lokin. Hinsvegar náðu þær hvítklæddu að gangsetja sig aftur og koma muninum upp í 12 stig fyrir lokaleikhlutann.
 
Hamar gaf ekkert eftir í síðasta leikhluta og sigruðu örugglega 85-71.
 
Sigrún Ámundadóttir var atkvæðamest Hamarskvenna með 22 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta. Næst kom Koren Schram með 20 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Kristrún Sigurjónsdóttir var með 15 stig og 4 fráköst.
 
Hjá Njarðvíkingum var Shantrell Moss ein með almennilega meðvitund og gerði hún 30 stig, tók 11 fráköst og fiskaði 12 villur. Næst á eftir henni var það Harpa Hallgrímsdóttir sem gerði 15 stig og tók 12 fráköst.
 
Pistill: Jakob Hansen
Fréttir
- Auglýsing -