spot_img
HomeFréttirSpilaði í stolnum skóm

Spilaði í stolnum skóm

Það skondna atvik átti sér stað eftir leik Tindastóls og FSu síðasta sunnudag að Friðrik Hreinsson leikmaður Tindastóls fann ekki skóna sína er hann ætlaði heim, fyrr en síðustu FSu leikmenn menn komu úr búningsklefum. Frá þessu er greint á Feykir.is
 
Friðrik eða Rikki eins og hann er jafnan kallaður var á leiðinni heim en fann hvergi gönguskóna sína sem eru tveggja ára gamlir körfuboltaskór. Var hann búinn að leita nokkra stund án árangurs en vissi að einhverjir FSu leikmenn væru enn þá inni í klefa og sat fyrir þeim í von um að hjá þeim leyndust skórnir en Rikki var farin að gruna þá um græsku. Og viti menn, kom einn út með skóna hans undir hendinni. Rikki tekur til hans og spurði hvað hann væri að gera með skóna sína en hinn sagðist ekki hafa haft neina skó til að spila í. Fór hann þá fram áður en leikur hófst og fann þessa líka fínu körfuboltaskó sem smellpössuðu á hann og lék í þeim allan leikinn.
 
Rikki sagði í samtali við Feyki.is að hann hefði ekki tekið eftir því að þessi leikmaður hefði verið í skónum hans en í leiknum hafði Rikki það hlutverk að dekka viðkomandi skóara. Rikki var að vonum ánægður að fá skóna til baka þótt þeir ilmuðu og væru blautir af svita.
 
www.feykir.is

Mynd: Hjalti Árnason – Hér má skóna in action

Fréttir
- Auglýsing -