Tæplega 1000 manns hafa nú kosið í könnun okkar þar sem við tókum púlsinn á ykkur varðandi hvaða lið hefur komið mest á óvart í byrjun móts. Kemur kannski ekki á óvart að flestum þykir Stjarnan hafa skotið felstum öðrum ref fyrir rass.
Stjörnumönnum var ekki spá neinu glæsilegu gengi í byrjun móts þó svo að við hjá Karfan.is höfðum sett þá í fjórða sætið. Forráðamenn, þjálfarar og fyrirliðar spáðu liðinu 6. sæti fyrir mót og því telst árangur þeirra svo sannarlega hafa komið mönnum á óvart.
Lið Hamars og Njarðvíkinga komu svo í 2-3 sæti hvað varðar þetta. Njarðvíkingar svo sannarlega mætt sterkir til móts í ár og það kanalausir. Karfan.is spáði þeim 3 sæti og hafði líkt og með Stjörnuna meiri trú á liðinu en Forráðamenn, þjálfarar og fyrirliðar sem settu þá í 4. sæti fyrir mót.
Hamarsmenn eru svona á þeim slóðum sem þeim var spáð en liðið hefur á tímum sýnt ótrúlega góða takta og verið að stríða "stóru liðunum" í deildinni.
Næst tökum við púlsinn á kvennaboltanum.