Rétt í þessu var að ljúka viðureign Snæfells og Hauka í Iceland Express deild kvenna þar sem Íslandsmeistararnir fóru með 63-77 útisigur af hólmi. Heather Ezell fór mikinn í liði Hauka með 32 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar ásamt því að stela 9 boltum svo hún daðraði allrækilega við þrennuna í kvöld.
Stigahæst í liði Snæfells var Gunnhildur Gunnarsdóttir með 19 stig og 4 fráköst. Haukar hafa því skotið sér einar upp í 5. sæti deildarinnar og eru nú tveimur stigum á eftir Keflavík sem situr í fjórða sætinu og ljóst að hart verður barist um síðasta sætið inn í A-riðilinn.
Kirsten Grenn lék ekki með Snæfell í kvöld sökum meiðsla og sömuleiðis Telma B. Fjalarsdóttir í liði Hauka.
Nánar síðar…