spot_img
HomeFréttirNjarðvíkurkonur safna saman gömlu græjunum

Njarðvíkurkonur safna saman gömlu græjunum

 
Í samstarfi við græna framtíð ætlar kvennaráð körfuknattleiksdeildar Ungmennafélags Njarðvíkur að safna gömlum fartölvum, GSM símum, stafrænum myndavélum, upptökuvélum og MP3 spilurum, sem ekki eru lengur í notkun á heimilum og hjá fyrirtækjum í bænum. www.umfn.is greinir frá
Kvennaráð kkd UMFN mun fá greitt fyrir þau tæki sem safnast, en þau eru flutt út í endurnýtingu og munu þeir fjármunir nýtast í starfsemi meistaraflokks kvenna.
 
Fyrirtækið Græn framtíð annast flutning á tækjunum til viðurkenndra endurvinnslufyrirtækja erlendis sem tryggja endurnýtingu á þeim með ábyrgum hætti.
 
Hægt er að afhenda tækin hjá framvæmdastjóra UMFN í íþróttahúsi Njarðvíkur milli klukkan 10-14 virka daga (utan miðvikudags). Eins er einfaldlega hægt að hafa samband í síma 421 2895 eða [email protected] og óska eftir að láta sækja tækin.
 
Fréttir
- Auglýsing -