spot_img
HomeFréttirTCU lagði topplið Texas A-M

TCU lagði topplið Texas A-M

 
TCU tók á móti Texas A&M skólanum um helgina og hafði þar nauman 56-54 sigur þar sem Helena Sverrisdóttir var stigahæst með 20 stig. Magnaður sigur hjá TCU þar sem Texas A&M eru settar í topp tíu sæti yfir sterkustu háskólalið Bandaríkjanna.
Helena heldur áfram að vekja athygli Vestanhafs fyrir vasklega framgöngu sína á vellinum en hún var stigahæst í liði TCU um helgina með 20 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Þetta er í annað sinn sem TCU vinnur topp 10 lið á sínum heimavelli en TCU kom mjög svo á óvart í fyrra er þær lögðu Maryland skólann.
 
Þegar um 13 mínútur voru til leiksloka leiddi Texas A&M með 14 stiga mun en TCU gerði gott áhlaup á lokasprettinum hafði að lokum sigur.
 
Fréttir
- Auglýsing -