Davis tryggði Clippers sigur á Celtics - Karfan
spot_img
HomeFréttirDavis tryggði Clippers sigur á Celtics

Davis tryggði Clippers sigur á Celtics

Boston Celtics töpuðu óvænt fyrir LA Clippers í nótt þegar Baron Davis tryggði þeim síðarnefndu sigur, 92-90, með flautukörfu skömmu eftir að Rajon Rondo hafði misnotað tvö víti á hinum enda vallarins.
 
Þetta var fyrsta útitap Boston í tíu leikjum, en þeir höfðu aðeins tapað einum leik af fimmtán fyrir þennan leik.
Meðal annarra úrslita næturinnar má nefna að Dallas vann Denver og Cleveland Cavaliers unnu sannfærandi sigur á Houston Rockets.
 
Úrslit næturinnar/Tölfræði
 
Toronto 102 Detroit 95
Cleveland 108 Houston 83
New York 88 San Antonio 95
Miami 114 Indiana 80
Denver 96 Dallas 104
LA Clippers 92 Boston 90

Mynd/AP – Clippers fögnuðu sínum manni í leikslok

 
 
Fréttir
- Auglýsing -