spot_img
HomeFréttirLakers og Celtics töpuðu bæði

Lakers og Celtics töpuðu bæði

Stórlið LA Lakers og Boston Celtics töpuðu bæði leikjum sínum í nótt, Lakers fyrir Phoenix Suns og Celtics fyrir Golden State Warriors.
 
Lykillinn að sigri Phoenix var mikil barátta og gott framlag af bekknum, sem Lakers hafði ekki þetta sinnið. Þá voru Lakers án Ron Artest, sem meiddist á höfði og olnboga eftir að hafa dottið niður stiga á heimili sínu að kvöldi jóladags.
 
Leikur Boston og Golden State einkenndist svo að segja af einvígi Monta Ellis, sem var með 37 stig, og Rajon Rondo sem var með 30 stig og 15 stoðsendingar, en það sama var uppi á teningnum og hjá Lakers þar sem þeir eru án lykilmanns, Paul Pierce, auk þess sem bekkur hinna grænklæddu var ekki að skila sínu.
 
Úrslit næturinnar/Tölfræði:
 
Charlotte 94 Milwaukee 84
New Jersey 89 Oklahoma City 105
Memphis 116 Washington 111
Phoenix 118 LA Lakers 103
Portland 93 Philadelphia 104
Sacramento 106 Denver 101
Golden State 103 Boston 99

Mynd/AP – Kobe skoraði 34 stig í tapleiknum

 
 
Fréttir
- Auglýsing -