Félagarnir Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon verða í eldlínunni í kvöld þegar lið þeirra keppa í sænsku úrvalsdeildinni. Jakob og félagar í Sundsvall mæta 08 Stockholm í Stokkhólmi og Helgi og Solna mæta Örebro á heimavelli sínum í Solnahallen.
Sundsvall, Solna og Plannja eru öll jöfn að stigum í 2. sæti deildarinnar með 32 stig en á toppnum er Norrköping með 38 stig en þeir mæta Gothia á útivelli í kvöld.
Ljósmynd/ Jakob Örn í loftfimleikum með Sundsvall en hér er hann að gera magnaða flautukörfu fyrr á leiktíðinni. Hann hefur gert tvær slíkar með Sundsvall í vetur og þ.a.l. halað inn gríðarmikilvægum stigum.