spot_img
HomeFréttirJón Arnar hættur með ÍR

Jón Arnar hættur með ÍR

Jón Arnar Ingvarsson hefur óskað eftir því við körfuknattleiksdeild ÍR að láta af störfum sem þjálfari meistaraflokksliðs karla. Eiginkona Jóns á við erfið veikindi að stríða og þarf því fjölskylda Jóns á öllum hans kröftum að halda. Hann vill koma á framfæri þakklæti til leikmanna, stjórnar, starfsfólks og stuðningsmanna fyrir mjög ánægjulegt samstarf. Óskar jafnframt liðinu alls hins besta.
 
 
Jón byrjaði að þjálfa ÍR-liðið haustið 2006. Hann hefur náð mjög góðum árangri með liðið og einum eftirminnilegum bikarmeistaratitli árið 2007. Liðið undir hans stjórn náði góðum stöðuleika og hefur ávallt leikið í úrslitakeppni Íslandsmótsins með ágætum árangri.
 
Körfuknattleiksdeild ÍR þakkar Jóni vel unnin störf og óskar honum og fjölskyldu hans alls hins besta í þeirra baráttu sem framundan er.

Fréttatilkynning frá körfuknattleiksdeild ÍR

 
Fréttir
- Auglýsing -