spot_img
HomeFréttirGunnar Sverrisson tekur við ÍR

Gunnar Sverrisson tekur við ÍR

ÍR ingar hafa nú ráðið eftirmann Jóns Arnars Ingvarssonar sem hætti sem þjálfari liðsins á dögunum. Sá heitir Gunnar Sverrisson og er gegnheill ÍR ingur sem var t.d. aðstoðarmaður John Rhodes þegar hann þjálfaði ÍR í kringum 1995. Þá þjálfaði Gunnar Þór á Akureyri um tíma.
 
Karfan.is heyrði í Gunnari og spurði hvort menn eigi von á einhverjum breytingum á leikskipulagi ÍR með nýjum herra.
Liðið var mjög vel þjálfað af góðum þjálfara, Jóni Arnari en að sjálfsögðu verða einhverjar áherslubreytingar með nýjum þjálfara að mínu mati eigum við ÍR-ingar gott lið með góðum leikmönnum og ekki síst skemmtilegir strákar, að eigin sögn… liðið hefur verið afar óheppið með meiðsli leikmanna en með hækkandi sól á ég mér þá von að það sé að baki ég vona að við getum sýnt öðrum liðum hvað í okkur býr og veitt þeim verðuga keppni.
 
Nú hefur sú saga gengið að ÍR ingar séu að fá erlendan leikmann í hópinn, er það rétt?
Ég get því miður ekki staðfest að það sé að koma nýr leikmaður í liðið ÍR eins og önnur lið sem hafa spilað "kanalaus" í vetur hljóta samt að hafa haft það bak við eyrað í vetur að geta nýtt þann möguleika en stjórn félagsins hefur sýnt mikla ábyrgð í rekstri og það þykir mér gott á erfiðum tímum í leit að peningum því allt kostar þetta Ég er nokkuð viss um ef stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR hefði stjórnað peningamálstefnu landsins þá væri ekki til orðið bankahrun.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -