Karfan.is ræddi stuttlega við þá Teit Örlygsson og Benedikt Guðmundsson í dag en þeir voru valdir þjálfarar fyrri umferðarinnar í Iceland Express deildunum. Teitur þjálfar karlalið Stjörnunnar sem unnið hefur 9 af 11 deildarleikjum sínum til þessa og Benedikt þjálfar kvennalið KR sem unnið hefur alla 11 deildarleiki sína á tímabilinu.