Jón Arnór Stefánsson skoraði 10 stig þegar lið hans Granada vann Murcia í spænsku úrvalsdeildinni í dag 79-76.
Jón var einn fjögurra leikmanna sem skoraði 10 stig eða meira en Bandaríkjamaðurinn Richard Hendrix var stigahæstur hjá Granada með 21 stig.
Í liði Murcia skoraði Milos Vujanic 25 stig.
Lið Granada er í 9.-14. sæti með sjö sigra að loknum 17 umferðum.
Barcelona ef efst með 16 sigra í 17 leikjum og í öðru sæti er Caja Laboral frá Vitoria með 14 sigra.
Önnur úrslit:
Gran Canaria-Cajasol 55-52
Joventut-Valencia 80-69
Estudiantes-Xacobeo Blu:Sens 90-66
Barcelona-Alicante 114-72
Valladolid-Bizkaia Bilbao Basket 93-81
Caja Laboral-Unicaja 86-71
Ayudo en Accíon Fuenlabrada-Lagun Aro GBC – Hefst kl. 17.30
Suzuki Manresa-Real Madrid 76-90