Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld þar sem Tindastólsmenn fengu skell í Röstinni í Grindavík. Lokatölur 124-85 Grindavík í vil þar sem Páll Axel Vilbergsson fór hamförum með 54 stig! Svavar Atli Birgisson var stigahæstur í liði Stólanna með 20 stig.
Keflvíkingar mörðu 8 stiga sigur á Blikum í Smáranum 75-83 þar sem Draelon Burns fann sig vel í sínum fyrsta leik með 27 stig fyrir Keflvíkinga. Hjá Blikum var Jonathan Schmidt með 17 stig.
Snæfellingar gerðu góða ferð í Hveragerði í kvöld og lögðu Hamarsmenn 86-98. Andre Dabney var stigahæstur Hamarsmanna með 38 stig en Sean Burton sallaði niður 28 stigum fyrir Hólmara.
Nánar síðar…