Njarðvíkingar reyndust liði ÍR aðeins of stór biti í kvöld þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. 113-93 var lokastaðan á töflunni en lokastaða leiksins gefur ekki heildarmyndinni því ÍR liðið var á köflum að sína flottan leik.
Bæði lið mættu til leiks í kvöld með nokkrum breytingum. Gunnar Sverrisson var tekinn við stýrinu hjá IR liðinu og einnig höfðu bæði lið staðið í innflutningi á erlendum leikmönnum í jólafríinu. Mike Jeffersson bakvörður var mættur í íR búning og hin tungulipri Nick Bradford var mættur í grænt.
Í upphafi leiks mátti halda að um stjörnuleik væri að ræða því hraðinn var svo mikill og varnarleikur var kannski ekki alveg það sem var efst í huga leikmanna. Leikklukkan sýndi það einnig eftir fyrsta leikhluta þegar staðan var 21:25 gestina í vil.
Friðrik Stefánsson gegn Gunnlaugi Elsusyni
Margir hafa líkast til haldið að Njarðvíkingar væru að fara að sinna skylduverkefni í að sigra lið ÍR, en gestirnir voru allskostar ekki á því og sýndu á tímum hrikalega flottann körfubolta. Nemanja Sovic var sjóðandi heitur framan af leik. En í herbúðum Njarðvíkinga voru allir að leggja í púkkið og í raun engin einn sem skaraði framúr. Njarðvíkingar náðu ágætis "run-i" fyrir lok fyrir hálfleiks og gengu til hlés með 5 stiga forskot 45:40 eftir að nýji maður þeirra ÍR, Mike Jefferson hafði sett "buzzer þrist" til að loka háflleiiknum.
Í seinni hálfleik náðu svo Njarðvíkingar 10 stiga forskoti á skömmum tíma og allt virtist stefna í öruggan sigur. En með seiglu og góðri hittni þá náðu ÍR að komast fljótlega aftur inn í leikinn. Það var ekki fyrr en á lokasprettinum að Njarðvíkingar kláruðu endanlega baráttuglatt lið ÍR með frábærri hittni fyrir utan þriggjastiga línuna. En undir lokinn reyndu gestirnir við svæðisvörn sem þá í kjölfarið bauð uppá þriggjastiga sýningu heimamanna.
Viðtöl munu birtast seinna í kvöld en tölfræði leiksins er hægt að finna á KKÍ síðunni.